Þannig var það er eftir norska höfundinn Jon Fosse í þýðingu Kristrúnar Guðmundsdóttur. Um er að ræða leikrit – eintal, í einum þætti, sem fyrst kom út árið 2019.
Jon Fosse er eitt þekktasta leikritaskáld Norðmanna. Hann hefur nú hlotið bókmenntaverðlaun Nobels. Leikverk hans hafa verið sviðsett um allan heim, þar af þrjú á Íslandi. Jon hefur einnig skrifað skáldsögur, ljóðabækur, barnabækur, ritgerðasöfn auk þess að vera þýðandi og hefur unnið til fjölda verðlauna bæði í Noregi og erlendis.
Árið 2015 hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir þríleikinn Andvaka, Draumar Ólafs og Kvöldsyfja.