Eins og nafnið gefur til kynna fjallar Brennan á Flugumýri eftir Önnu Dóru Antonsdóttur um atburði Sturlungaaldar, bæjarbrennu og brúðkaup á Flugumýri í Skagafirði árið 1253. Glöggir lesendur muna án efa eftir Bardaganum á Örlygsstöðum eftir sama höfund, en frásagnarstíllinn og -gleðin eru um margt keimlík í þessum tveimur bókum.
Bókin er 124 blaðsíður að lengd, sérstaklega lesvæn og ætluð ungu fólki á öllum aldri.
Myndir í bókinni voru unnar af Elísabetu Kolbrá Úlfarsdóttur og Mio Storåsen.